Keppnin samanstendur af 8 mismunandi æfingum þar sem lögð er áhersla á styrk, úthald og jafnvægi.

 

Við hverja æfingu er lýsing á því hvernig framkvæma á hana á réttan hátt. Jafnframt fylgir lítil vídeómynd af æfingunni. Allar lýsingar á æfingunum má prenta út og taka með í leikfimisalinn. Smelltu hér.

 

Þess er vænst, að allir þátttakendur geri æfingarnar nákvæmlega eins og þeim er lýst og að teljist "rétt", þegar árangurinn er skráður. Þar með er keppnin réttlát og eins fyrir alla.

  

Það er ekki nauðsynlegt að æfa og framkvæma allar æfingarnar í einu. Það er hægt að æfa og skrá nokkrar æfingar um stund, taka sér hlé og halda síðan áfram að æfa og skrá aðrar æfingar.

 

Það geta ekki allir sigrað, en allir geta komist í ennþá betri þjálfun. Munið að það á að vera skemmtilegt, gott og ekki síst holt að iðka íþróttir.

 

Hitið vel upp áður en farið er í æfingarnar og þjálfið smám saman meira til að geta náð sem bestum árangri án þess að verða fyrir skaða vegna ofreynslu.

 

 Góða skemmtun!